Upplifðu frelsi.

Njóttu þess að borða!


Bókaðu tíma hjá næringarfræðingi og fáðu ráðgjöf við að byggja upp heilbrigt samband við mat.

Viðtal við næringarfræðing

Endurnæring býður upp á ráðgjöf hjá löggiltum næringarfræðingi. Notast er við aðferðafræði áhugahvetjandi samtals (e. Motivational Interviewing) sem hefur reynst afar skilvirk leið til að hjálpa fólki að takast á við erfiðar og flóknar lífsstílbreytingar. Aðferðafræðin miðar að því að vekja upp innri hvata til breytinga sem eykur líkurnar á varanlegum árangri. Með þessari nálgun stýrir þú ferðinni og er ráðgjöfin stuðningur við þín markmið við að byggja upp heilbrigt samband við mat.

Ráðgjöfin er í formi viðtala sem taka 50 mínútur hvert og getur þú valið á milli þess að fá staðviðtal eða fjarviðtal. Staðviðtöl fara fram á skrifstofu Endurnæringar í Ármúla 42. 3. hæð. Fjarviðtöl fara fram í gegnum fjarfundarbúnað KaraConnect sem er viðurkennt kerfi fyrir fjarheilbrigðisþjónustu og má bæði nota það í gegnum vafra eða í gegnum app í farsíma.

Verð: 12.000 kr.

Hvernig bóka ég viðtal?

Þú bókar tíma með því að smella á "Bóka viðtal" takkann hér fyrir neðan og fylgir leiðbeiningum KaraConnect. Næringarfræðingur hefur síðan samband við þig og staðfestir tíma.

Bóka viðtal

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ert óviss um hvort þjónustan henti þér, ekki hika við að hafa samband: [email protected]

Ertu að mæta í fjarviðtal?

Þú skráir þig inn á þitt heimasvæði á Kara Connect með rafrænum skilríkjum. Innskráning með rafrænum skilríkjum tryggir öryggi þitt á meðan viðtölum stendur.

Við mælum alltaf með því að þú notir Chrome vafrann þegar þú skráir þig í viðtöl, aðrir vafrar hafa ekki verið að virka nógu vel.

Mæta í viðtal