Njótum þess að borða


Veitum þér ráðgjöf, stuðning og fræðslu í átt að heilbrigðu sambandi við mat og jákvæðri heilsu.

Af hverju Endurnæring?

Viðurkenndirsérfræðingar

Veitum löggilta heilbrigðisþjónustu með starfsleyfi frá Embætti landlæknis.

Persónumiðuðþjónusta

Mætum þér þar sem þú ert á þinni vegferð og finnum lausnir sem eru sérsniðnar að þér.

Faglegurstuðningur

Leiðbeinum þér á þinni vegferð og erum þér ávallt innan handar til halds og trausts.

Langvarandiárangur

Brjótum vegferð þína upp í raunhæf skref til að byggja upp traustan grunn sem endist.

Byggjum á gagnreyndum og viðurkenndum aðferðum

Heilbrigt samband við mat

Áhersla okkar er að veita þér ráðgjöf, stuðning og fræðslu í átt að heilbrigðu sambandi við mat. Hjá okkur lærirðu að hlusta á eigin líkama frekar en að fylgja fyrirmælum annarra. Heilbrigðar venjur, traust á eigið innsæi og þekking á næringu eru lykilþættir sem við skoðum til að byggja upp traustan grunn sem endist.

Jákvæð heilsa

Markmið okkar er að þú færist nær jákvæðri heilsu með því að byggja upp heilbrigt samband við mat. Jákvæð heilsa er heildræn nálgun á heilbrigði. Nálgunin er byggð á getu þinni til að takast á við líkamlegar, tilfinningalegar og félagslegar áskoranir í lífinu. Áherslan er því lögð á seiglu og hvað gefur lífi þínu tilgang í stað veikinda og sjúkdóma.

Áhugahvetjandi samtal

Þjónusta okkar er byggð að mestu á aðferðafræði áhugahvetjandi samtals. Aðferðafræðin hefur reynst skilvirk leið til að hjálpa einstaklingum að takast á við erfiðar og flóknar lífstílssbreytingar. Tilgangurinn er að vekja upp þína innri hvata til breytinga sem eykur líkurnar á langvarandi árangri.

Aðferðir okkar geta skilað margvíslegum árangri

Bætt melting

Meira jafnvægi og fjölbreytni í þarmaflórunni sem skilar sér í bættri heilsu, heilastarfsemi og aukinni vellíðan.

Jákvæðari líkamsímynd

Sterkari tenging og aukin virðing fyrir eigin líkama sem stuðlar að betri sjálfsmynd og meiri líkamssátt.

Meiri orka og úthald

Aukinn skilningur á orku- og næringarþörf líkamans og meiri þekking á fæðuvali til að mæta þeirri þörf.

Heilbrigðara hjarta

Jafnari blóðsykursstjórn, lægri blóðþrýstingur og aukið magn af góðu kólesteróli í blóði.

Minni streita

Aukið traust á eigið innsæi og meira matarfrelsi sem dregur úr áhyggjum, samviskubiti og kvíða í tengslum við mat.

Aukin lífsgæði

Heilbrigðari fæðuvenjur og góðvild í eigin garð sem leiðir af sér betra jafnvægi á líkama og sál.

Ummæli skjólstæðinga

Gott viðmót eftir efnaskiptaaðgerð og minni streita

“Þegar ég leitaði til Heiðdísar þá voru ekki nema 3 mánuðir síðan ég fór í efnaskiptaaðgerð. Næringin var byrjuð að valda mér mikilli streitu þar sem næringarþörfin var orðin allt önnur en fyrir aðgerð. Hún hjálpaði mér ekki einungis með að komast á réttu brautina heldur losnaði ég við streituna enda ekki annað hægt þegar spjallið við Heiðdísi var þægilegt og gott. Hún hefur mjög gott viðmót.”

43 ára kvk

Engin boð eða bönn

“Heiðdís er góð í að hlusta og aðlaga ráðleggingar að manni sjálfum með heildarsýn á mínar venjur. Engin boð eða bönn, hvetur til heilbrigðrar tengingar við mat og fær mann til að langa að gera betur og prófa sig áfram út frá líðan.“

33 ára kvk

Skemmtileg uppsetning

“Virkilega skemmtilega sett upp elsku Heiðdís, maður finnur alltaf hlýjuna frá þér og það er alveg einstakt.”

32 ára kvk

Frábær þjónusta

“Fékk frábæra þjónustu hjá Endurnæringu. Engar öfgar heldur mjög heilbrigðar umræður og nálgun á mataræðinu. Mjög gott að tala við Heiðdísi sem veit greinilega um hvað hún er að tala. Mæli með þessarri þjónustu fyrir alla þá sem vilja fjárfesta í sjálfum sér og nærast á heilbrigðan hátt.”

39 ára kvk

Nálgun á matarvali breyst og streita minnkað

“Ég hef tileinkað mér að spyrja sjálfa mig "Hvað langar mig í?" og "Hvað finnst mér gott?" oftar frekar en "Hvað á ég að fá mér?" og svörin hafa svo sannarlega orðið skemmtilegri og streitan mín gagnvart matarvali hefur minnkað svo um munar.”

37 ára kvk

Góð næringarráðgjöf fyrir fatlaða

“Heiðdís, þú ert mjög góð í næringarráðgjöf fyrir fatlaða. Þú nýttist mér vel en ég á það til að gleyma mér í mataræðinu en hef fólk til að minna mig á. Svo er gott að ekkert sé bannað og ég má fá mér smá sykur á hverjum degi. Það er skárra en að missa sig mikið á laugardegi.”

27 ára kk

Gott viðmót eftir efnaskiptaaðgerð og minni streita

“Þegar ég leitaði til Heiðdísar þá voru ekki nema 3 mánuðir síðan ég fór í efnaskiptaaðgerð. Næringin var byrjuð að valda mér mikilli streitu þar sem næringarþörfin var orðin allt önnur en fyrir aðgerð. Hún hjálpaði mér ekki einungis með að komast á réttu brautina heldur losnaði ég við streituna enda ekki annað hægt þegar spjallið við Heiðdísi var þægilegt og gott. Hún hefur mjög gott viðmót.”

43 ára kvk

Samstarfsaðilar

heilsuklasinn-logo-myndheilsugaesla-hofda-logo-myndVirk-logo-mynd

Algengar spurningar

  • Næringarfræðingar Endurnæringar hafa lokið meistaraprófi í næringarfræði og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis. Þeir hafa því þekkinguna sem þarf til að geta boðið upp á persónumiðaðar lausnir frekar en staðlaðar, sem eru sérsniðnar að þínum markmiðum og venjum. Slík persónumiðuð nálgun eykur líkur á langvarandi árangri.

  • Þjónustan hentar öllum sem eru reiðubúnir að takast á við breytingar á sínum lífsstíl. Það geta allir lært að eiga í heilbrigðu sambandi við mat.

  • Eftir að smellt er á "Bóka viðtal" hlekk á síðunni, er farið yfir á vefsíðu Köru Connect. Þar þarf að fylla út umbeðnar upplýsingar og næringarfræðingur hefur svo samband símleiðis í kjölfarið.

  • Efnislega er enginn munur á þessum þjónustuleiðum, markmiðin eru þau sömu. Fjarviðtöl eru hugsuð fyrir þá sem hafa ekki tök á því að sækja þjónustuna á staðnum, eiga erfitt með það eða líður einfaldlega betur að fá þjónustuna heim til sín. Fjarviðtöl fara fram í gegnum kerfi Köru Connect sem býður upp á örugg samskipti yfir netið.

  • Hægt er að nálgast kvittun hjá okkur sem hægt er að framvísa til stéttarfélaga. Við hvetjum skjólstæðinga okkar til að leita til síns stéttarfélags fyrir nánari upplýsingar.

    Jafnframt er Endurnæring þjónustuaðili hjá VIRK fyrir þá sem það úrræði nýta.

  • Greiðsla er innt af hendi eftir hvert viðtal í gegnum innheimtuþjónustu Íslandsbanka eða með millifærslu. Skjólstæðingur fær kvittun fyrir greiðslunni senda í tölvupósti eftir að greiðsla hefur verið framkvæmd.