Um okkurEndurnæring

Við búum öll yfir styrk til að stýra eigin lífi, styrk sem kemur innan frá, ekki að utan.

Endurnæring ehf. er lýðheilsufyrirtæki sem var stofnað í febrúar 2021 og sérhæfir sig í næringarráðgjöf. Félagið starfar með leyfi frá Embætti landlæknis fyrir bæði almenna heilbrigðisþjónustu og fjarheilbrigðisþjónustu. Sérfræðingar okkar hafa því allir löggild starfsréttindi frá Embætti landlæknis.

Okkur finnst umræðan í þjóðfélaginu um næringu vera of einsleitna og skorta skilning á því hversu einstök við öll erum. Við einsettum okkur því að byggja upp fyrirtæki sem leggur áherslu á að fagna fjölbreytileikanum; bæði hvað við erum fjölbreytt og hvað matur er fjölbreyttur. Okkur dreymir um að móta þjóðfélag sem einfaldlega nýtur þess að borða, en lítur ekki á mat sem óvin sinn eða eitthvað sem á að telja ofan í sig. Lykillinn að slíku samfélagi er að hjálpa fólki að byggja upp heilbrigt samband við mat.

Endurnæring er og verður ávallt staður þar sem þér er tekið eins og þú ert. Hér starfa viðurkenndir sérfræðingar sem veita þér persónumiðaða þjónustu og faglegan stuðning í átt að langvarandi árangri sem þú kýst að vilja ná.

Starfsfólk

mynd-heiddis

Heiðdís Snorradóttir

Næringarfræðingur MSc.

Heiðdís er stofnandi og meðeigandi Endurnæringar og næringarfræðingur MSc með áherslu á lýðheilsu. Hún sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum að byggja upp heilbrigt sambandi við mat.